Tónlist

Pretty­boitjokkó fer á kostum í nýju stuðnings­manna­lagi

Boði Logason skrifar
Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, fer á kostum í nýju myndbandi fyrir uppeldisfélag sitt.
Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, fer á kostum í nýju myndbandi fyrir uppeldisfélag sitt.

Nýtt stuðningsmannalag fyrir kanttspyrnudeild Víkings er frumsýnt á Vísi í dag. Lagið heitir „Við erum Víkingar“ og er eftir tónlistarmanninn Patrik Atlason, betur þekktan sem Prettyboitjokkó.

„Ég er gamall Víkingur og alltaf haldið með Víkingi. Ég spilaði ungur að árum upp yngri flokka félagsins og byrjaði minn meistaraflokksferil þar,“ segir Patrik í tilkynningu.

Hugmyndin að því að gera stuðningsmannalag fyrir uppeldisfélagið hafi komið upp á haustmánuðum. 

„Víkingar höfðu samband við mig og ég stökk strax til og var spenntur fyrir þessu. Ég samdi lagið svolítið út frá mínu sjónarhorni þegar ég var í Víkingi og hvernig ég upplifði tímann minn hjá félaginu, eins og textinn gefur mögulega til kynna,“ segir hann. 

Þeir Halldór Smári Sigurðsson og Birnir Snær Ingason spyrja Arnar Gunnlaugsson, þjálfara liðsins, hvort að Patrik megi vera með á æfingu. Tónlistarmaðurinn tekur þátt á æfingunni og leikur listir sínar með leikmönnum liðsins. 

Lagið verður frumflutt á Hamingjuballi Víkings sem fer fram í Víkinni annað kvöld. 

Leikstjórar myndbandsins eru þeir Jakob Örn og Keli McQueen. Hákon Hjartarson og Keli McQueen sáu um að taka það upp og Dagur Þórisson sá um klippingu.

Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan:

Klippa: Við erum Víkingar - Prettyboitjokkó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×