Lífið

Cross­fitæði á Snæ­fells­nesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Krist¬fríður Rós Stef¬áns¬dótt¬ir á Rifi á stöðina ásamt unnusta sínum, Jóni Steinari Ólafssyni.
Krist¬fríður Rós Stef¬áns¬dótt¬ir á Rifi á stöðina ásamt unnusta sínum, Jóni Steinari Ólafssyni. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna.

Vin­kon­urn­ar Gestheiður Guðrún Sveins­dótt­ir og Krist­fríður Rós Stef­áns­dótt­ir opnuðu fyrstu Crossfit-stöð Snæ­fells­bæj­ar fyrir nokkrum árum á Rifi en Kristfríður og unnusti hennar, Jón Steinar Ólafsson sjá alveg um stöðina í dag, sem hefur heldur betur slegið í gegn. 

Fjölmargir æfa reglulega á stöðunni og er boðið upp á fjölbreytta tíma. Þátttakendum finnst skemmtilegast þegar æfingarnar fara fram úti á plani við stöðina í næsta nágrenni við sjóinn og bátana í höfninni.

„Það er frábært hvað þetta þrífst i þessu samfélagi en þetta er bara lítið samfélag i Crossfitinu, en við erum rosalegur góður kjarni og allir, sem mæta hérna ganga alltaf glaðir út. Þetta eru bara forréttindi að geta boðið upp á svona,“ segir Krist­fríður Rós og bætir við.

„Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri og ekki skemmir fyrir þegar við æfum úti við höfnina og hjá bátunum, þetta er bara eitthvað svo voðalega sjarmerandi við það.“

Íbúar á Snæfellsnesi eru hæstánægðir með Crossfitstöðina á Rifi og reyna að vera duglegir að mæta þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þetta er alveg frábær stöð, alveg frábær, og bara enn og aftur, þvílík forréttindi að hafa þessa stöð hér í bæ,“ segir Kristgeir Kristinsson þjálfari á stöðinni.

Kristgeir Kristinsson þjálfari á stöðinni, sem er í skýjunum með stöðina og starfsemina þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þetta er mjög gaman. Eftir á tilfinningin er best, þá veit maður að það var vel tekið á því,“ segir Birgitta Rún Baldurdóttir sem æfir reglulega í stöðinni.

En hvað er svona skemmtilegt við þetta?

„Það er félagsskapurinn og það sem þetta gerir fyrir andlega heilsu líka og tilfinningin eftir á er alltaf best,“ segir Rebekka Heimisdóttir, sem æfir líka reglulega í stöðinni.

Heimasíða stöðvarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×