Lífið samstarf

Modern Glam í Garðabænum

Bætt um betur

Modern Glam stemning var allsráðandi í síðasta þætti Bætt um betur þar sem gullfalleg íbúð í Urriðaholti var tekin í gegn. Þættirnir eru mikill innblástur fyrir fólk í framkvæmdum. 

Hér má sjá myndir af íbúðinni sem tekin var í gegn:

Seville gardínurnar frá Casa Lisa taka vel utanum íbúðina og þessa stóru glugga. Veggfóður frá Sérefni er á anddyrinu sem er ofið í fallegru mynstri - veggfóðrið heitir OptiqueLine veggfóðrið fær líka að vera með í bakinu á skápnunum í fataherberginu og stofuskápnum. Dover white marmarinn er algjört listaverk á eldhúsinu og passar vel við brass blöndunartækin.

Innréttingarnar njóta sín vel í dökkum lit á móti ljósa veggjalitnum sem er angora blanket og angora light frá Sérefni. Eldhústækin koma öll frá Eirvik og eru algjörlega að falla vel inní dökka litinn í innréttingunum. Veggfóðrið á baðinu færir náttúruna inn - það heitir Itaya frá Sérefni. Baðspeglarnir eru frá Íspan og aukahlutir frá Tekk. Gólefnin eru algjört listaverk - hvíttað Chevron parket frá Mood interiors.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Klippa: Hönnuðu himneska íbúð í Garðabænum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×