Lífið

Heiðar Helguson selur 200 fermetra glæsiíbúð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heiðar og Margrét hafa búið sér afar glæsilegt heimili við Álalind í Kópavogi.
Heiðar og Margrét hafa búið sér afar glæsilegt heimili við Álalind í Kópavogi. Margrét Ósk.

Fyrrum knattspyrnukappinn Heiðar Helguson hefur sett glæsilega íbúð sína við Álalind 18 í Kópavogi til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 148,8 milljónir.

Heiðar býr með kærustunni, Margréti Ósk Brynjólfsdóttur, hárgreiðslumeistara, og hafa þau búið sér afar fallegt heimili þar sem jarðlita tónar, hrár viður og mínímalískur stíll mynda notalega stemmningu.

Íbúðin er afar björt og hlýleg.Fasteignaljósmyndun
Stofa, borðstofa og eldhús er á efri hæðinni.Fasteignaljósmyndun

„Æðislega íbúðin okkar komin á sölu,“ skrifar Margrét og deilir eigninni á Facebook. Parið hefur verið saman síðan 7. júlí 2021.

Íbúðin er 203,6 fermetra að stærð á tveimur hæðum með sérinngangi í nýlegu fjölbýlishúsi. Á efri hæðinni er opið og bjart parketlagt alrými sem samanstendur af stofu, eldhúsi og borðstofu.

Eldhúsinnrétting er stílhrein með góðu skápaplássi upp í loft. Á borðum er slitsterk og hitaþolin borðplata úr dekton efni sem er framleiddur úr endurunnum steinefnum.

Samtals eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og fimm fermetra búrskápur. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Eldhúsinnréttingin er hvít og brún með fallegri borðplötu.Fasteignaljósmyndun
Þriðja herbergið er stúkað af með fallegum glervegg.Fasteignaljósmyndun
Ljósakrónan setur punktinn yfir i-ið í herbergjum.Fasteignaljósmyndun
Fjögur herbergi eru í íbúðinni.Fasteignaljósmyndun
Tveir baðvaskar eru aðalbaðherberginu.Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×