Vala Kristín og Hildur Vala verða Anna og Elsa í söngleiknum Frosti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 21:20 Vala og Hildur eru öllum hnútum kunnugar í íslensku söngleikjasenunni. Þjóðleikhúsið Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir munu fara með hlutverk systranna og prinsessanna Önnu og Elsu í íslenskri útgáfu á söngleiknum Frozen sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars næstkomandi. Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt. Leikhús Menning Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt.
Leikhús Menning Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira