Lífið samstarf

Frá­bær nostalgíu kvöld­stund með öllum lögunum sem þú elskar

Keahótels
Gestir fara aftur í tímann til níunda áratugar síðustu aldar í tónlistarveislunni Aftur í tímann. Þar verða fluttar ýmsar vinsælar perlur með m.a. ABBA, Bee Gees auk vel valdra íslenskra slagara.
Gestir fara aftur í tímann til níunda áratugar síðustu aldar í tónlistarveislunni Aftur í tímann. Þar verða fluttar ýmsar vinsælar perlur með m.a. ABBA, Bee Gees auk vel valdra íslenskra slagara.

Tónlistarveislan Aftur í tímann hefst á Grímsborgum laugardaginn 7. október en þar fara gestir aftur í tímann til níunda áratugar síðustu aldar.

Alma Rut, Kristján Gísla og Rakel Páls ásamt Birgi Jóhanni tónlistarstjóra rifja upp gamlar vinsælar perlum og flytja syrpu 80's laga sem innihalda m.a. margt það besta frá ABBA, Bee Gees auk vel valdra íslenskra slagara.

Samhliða tónlistarveislunni er boðið upp á dýrindis þriggja rétta kvöldseðli og gistingu fyrir þá sem vilja. Verð fyrir sýningu og þriggja rétta matseðli án gistingu er 15.900 kr. á mann.

Rakel Páls, Kristján Gísla og Alma Rut ásamt Birgi Jóhanni tónlistarstjóra rifja upp gamlar vinsælar perlum frá 80's tímabilinu. 

„Þegar lögin voru valin vorum við með skemmtistaðinn Hollywood í huga og þá kannski helst upphafsárin,“ segir Kristján Gísla, einn þriggja söngvara sýningarinnar. „Þessi ár geyma gríðarlegt magn af frábærum lögum sem fólk tengir við og þau eiga það öll sameiginlegt að það er hægt að syngja með.“

Tónlist níunda áratugarins einkennist af svo mikilli lífsgleði og fjöri að þau hrífa alla með, unga sem aldna. „Þættirnir Verbúðin sanna að fólk fær bara ekki nóg af þessum lögum. Og svo er auðvitað ekki hægt að sleppa því að minnast á hvað fatatískan var skemmtileg.“

Einstaklings- og hjónaherbergin auk tveggja manna herbergjanna eru öll 25 fm með sér baðherbergi.

Njóttu dvalarinnar enn betur í superior herbergi á Grímsborgum en í boði eru einstaklingsherbergi, hjónaherbergi eða tveggja manna herbergi en þau eru öll 25 fm með sér baðherbergi. Út gengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu.

Út gengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu.

Keahótels hafa tekið við Grímsborgum og um leið við skemmtilegri hefð frá Óla Laufdal, fyrrum eiganda. Öll aðstaða á Grímsborgum er til fyrirmyndar og það er svo sannarlega notalegt að eyða tíma í sveitinni sem þó er skammt frá höfuðborgarsvæðinu.

Smá sýnishorn af tónlistarveislunni Aftur í tímann var prufukeyrt í vor á Grímsborgum svo hópurinn veit að hún snar virkar. „Þessa dagana erum við bara að klára að setja niður lagalistann. Það má þó búast við að við hendum inn nýjum lögum milli kvölda því það er bara svo erfitt að velja. Við lofum frábærri nostalgíu kvöldstund með öllum lögunum sem þú elskar,“ segir Kristján.

Njóttu lífsins á Grímsborgum í fallegri náttúrunni.

Til að bóka aðeins mat og sýningu er hægt að hafa samband í síma 555 7878 eða senda tölvupóst á grimsborgir@keahotels.is. Þau sem ætla að panta sýningu, mat og gistingu geta pantað hér

Laugardaginn 18. nóvember hefjast jólahlaðborðin á Grímsborgum þar sem boðið verður upp á gómsætt jólahlaðborð og sömu frábæru sýningu. Tryggðu þér miða tímanlega!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×