Lífið

„Það sprakk eitt­hvað inní mér og tárin bara hrundu niður“

Íris Hauksdóttir skrifar
Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza deilir magnaðri upplifun sinni. 
Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza deilir magnaðri upplifun sinni. 

Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur, veistustýra og lífskúnstner er stödd um þessar mundir í hinu heimalandi sínu, Króatíu. Þar er hún, ásamt systrum sínum, að heimsækja styrktarbarnið sitt í SOS barnaþorpi. Hún segir upplifunina einstaka. 

Eva Ruza deilir hjartnæmri færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hún lýsir stundinni þegar hún fékk stúlkuna sem hún hefur nú styrkt um árabil í fangið. 

„Mögulega eitt af því magnaðasta sem ég hef gert. Að fá að heimsækja barnið mitt í SOS barnaþorpi í Króatíu.

Þegar þessi litla stúlka leit með brúnu augunum sínum í augun á mér og spurði: ,,ert þú styrktarmamma mín?"- og ég svaraði játandi, þá fleygði hún litlu höndunum um hálsinn á mér og knúsfaðmaði mig.

Það sprakk eitthvað inní mér og tárin bara hrundu niður. 

Það er ótrúlega mögnuð tilfinning að geta veit þessu elsku litla barni heimili og líf sem er svo sannarlega fullt af ást og umhyggju og langt frá því lífi sem hún lifði áður. Og það sem gerði þessa upplifun ennþá meira einstaka er sú staðreynd að ekki langt frá þessu þorpi ólst elsku besti pabbi minn upp. 

Ef þú ert ekki SOS foreldri þá mæli ég svo innilega með því. Hlakka til að leyfa ykkur að sjá efnið sem við erum að vinna hérna í hinu landinu okkar.“


Tengdar fréttir

Eva Ruza trónir á toppi áhrifavalda

Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100, trónir á toppi lista yfir tekjuhæstu áhrifavalda landsins árið 2022. Hún hreppir toppsætið af kírópraktornum geðuga, Gumma Kíró.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×