Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 11:31 Gunnar Einarsson er formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum Vísir/Samsett mynd Ljóst er að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verkefninu og segist Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, nú vonast til að þjóðarhöll verði risin í fyrsta lagi í árslok 2026. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli. Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli.
Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira