Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 15. september 2023 07:01 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hefur leitt margar af stærstu rannsóknum miðlægu rannsóknardeildarinnar undanfarin ár. Vísir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. Margeir hefur verið stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu var meðal þess sem tekið var til skoðunar. Sálfræði- og ráðgjafarstofan ræddi við starfsfólk á deildinni við úttekt sína og skilaði skýrslu til yfirstjórnar lögreglu. Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Margeir sé kominn í leyfi. Embættið tjái sig að öðru leyti ekki um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn með verkefni Margeirs á sinni könnu. Grímur vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við fréttastofu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/Arnar Miðlæg rannsóknardeild annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildarinnar er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Aðstoðarlögreglustjóri hætti Þetta er ekki eina mannauðsmálið sem komið hefur upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu innan við ári. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, hætti störfum í apríl eftir að hafa farið í leyfi í desember í fyrra eftir úttekt sálfræðistofu á ákærusviðinu. Hulda Elsa hafði verið lykilmaður innan lögreglunnar um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og var sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Þá var hún staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2017 og hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri. Þá greindi RÚV frá því í mars síðastliðnum að yfirlögregluþjónn hjá embættinu hefði verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni á gleðskap lögreglufólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur yfirlögregluþjónn kominn aftur til starfa. Málið var afgreitt á milli einstaklinga, þ.e. hans og kvennanna sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni á starfsmannafögnuði. Hann hefur verið í aðalhlutverki við rannsóknir kynferðisbrota. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglan Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56 Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Margeir hefur verið stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu var meðal þess sem tekið var til skoðunar. Sálfræði- og ráðgjafarstofan ræddi við starfsfólk á deildinni við úttekt sína og skilaði skýrslu til yfirstjórnar lögreglu. Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Margeir sé kominn í leyfi. Embættið tjái sig að öðru leyti ekki um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn með verkefni Margeirs á sinni könnu. Grímur vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við fréttastofu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/Arnar Miðlæg rannsóknardeild annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildarinnar er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Aðstoðarlögreglustjóri hætti Þetta er ekki eina mannauðsmálið sem komið hefur upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu innan við ári. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, hætti störfum í apríl eftir að hafa farið í leyfi í desember í fyrra eftir úttekt sálfræðistofu á ákærusviðinu. Hulda Elsa hafði verið lykilmaður innan lögreglunnar um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og var sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Þá var hún staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2017 og hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri. Þá greindi RÚV frá því í mars síðastliðnum að yfirlögregluþjónn hjá embættinu hefði verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni á gleðskap lögreglufólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur yfirlögregluþjónn kominn aftur til starfa. Málið var afgreitt á milli einstaklinga, þ.e. hans og kvennanna sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni á starfsmannafögnuði. Hann hefur verið í aðalhlutverki við rannsóknir kynferðisbrota. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglan Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56 Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56
Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48