Sport

Fjarlægður úr stúkunni vegna Hitlers-ummæla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Zverev er í 12. sæti heimslistans í tennis.
Alexander Zverev er í 12. sæti heimslistans í tennis. getty/Al Bello

Áhorfandi á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis var fjarlægður úr stúkunni eftir að Alexander Zverev sakaði hann um að láta nasistaummæli falla.

Áhorfandinn var færður úr stúkunni á Arthur Ashe vellinum í New York eftir að Zverev kvartaði undan honum í viðureign hans gegn Jannik Sinner.

„Hann notaði þekktasta Hitlers-frasann í heiminum. Þetta er óásættanlegt. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Zverev við dómara leiksins, James Keothavong.

Hann bað áhorfandann um að gefa sig fram. Hann gerði það ekki en skömmu síðar bentu aðrir áhorfendur á hann og öryggisverðir leiddu hann í kjölfarið út af vellinum.

Zverev vann leikinn, 6-4 3-6 6-2 4-6 6-3. Hann mætir meistaranum Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×