Lífið

Fjölskylduhús á Nesinu með stórbrotnu útsýni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er staðsett innst í botnlanga.
Húsið er staðsett innst í botnlanga.

Við Sævargarða 8 á Seltjarnarnesi er rúmlega 200 fermetra endaraðhús á tveimur hæðum til sölu með óhindruðu sjávarútsýni. Ásett verð fyrir eignina eru 149 milljónir. 

Húsið var byggt árið 1969 og hefur fengið töluverðar endurbætur síðastliðin ár. 

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis segir að eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, þvottahús og yfirbyggða sólstofu sem í dag er nýtt sem tvö herbergi. Einstakt útsýni af efri hæð hússins sem nær út á Faxaflóa þar sem Akrafjall, Skarðsheiðin og Esjan blasa við. Auk þess er stór og gróinn garður við húsið sem er staðsett innst inni í rólegri og fjölskylduvænni botnlangagötu.

Húsið er staðsett innst í rólegri botnlangagötu.Fasteignaljósmyndun
Komið er inn í forstofu með flísum og fatahengi.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Gengið er upp parketlagðan stiga með glerhandriði.Fasteignaljósmyndun
Búið er að byggja yfir og loka stórum svölum sem í dag er nýtt sem rúmgóð sjónvarpsstofa og svefnherbergi.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið er flísalagt og er með baðkari og glugga.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið er flísalagt og er með baðkari og glugga.Fasteignaljósmyndun
Huggulegt hol sem hægt er að nýta sem sjónvarpshol.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×