Lífið

Svona á að versla hollt í matinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það getur verið flókið að versla inn vel í matinn.
Það getur verið flókið að versla inn vel í matinn.

Fræðslu- og skemmtiþættirnir Gerum betur með Gurrý hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum.

Í síðasta þætti var farið vel yfir mataræði fólks og hvað sé hollt og hvað sé mögulega ekki eins hollt.

Í hverjum þætti svara sérfræðingar spurningum og fræða um efnið á mannamáli. Í gegnum þáttaröðina er fylgt eftir sjö einstaklingum sem taka þátt í heilsuáskorun og fá áhorfendur að hvaða hindrunum þeir lenda í við að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.

Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, er umsjónamaður þáttanna.

Hópurinn fór allur saman í matvöruverslun og höfðu þau aðeins tíu mínútur til að versla hollt í matinn og áttu þau að finna ákveðnar vörur í hverjum fæðuflokki. Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.

Klippa: Svona á að versla hollt í matinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×