Lögreglumenn vilja nafnleynd vegna hótana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 14:06 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Stöð 2 Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur og hafa áhyggjur því að meiri alvara sé á bak við hótanir við handtökur og yfirheyrslur. Stungið er á dekk, bílar rispaðir og nýlega var kveikt í bíl lögreglukonu fyrir utan heimili hennar. Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir. Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir.
Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira