Innlent

Aftur kölluð út vegna bráðra veikinda í skemmti­ferða­skipi

Atli Ísleifsson skrifar
Skemmtiferðaskipið Sea Spirit var statt í Arnarfirði á Vestfjörðum þegar tilkynning barst.
Skemmtiferðaskipið Sea Spirit var statt í Arnarfirði á Vestfjörðum þegar tilkynning barst. LGH

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 11 í dag eftir að tilkynnt var um bráð veikindi manns um borð í skemmtiferðaskipi sem statt er í Dynjandisvogi í Arnarfirði.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að hífa sjúklinginn um borð í þyrluna og að hann hafi verið fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Um var að ræða skemmtiferðaskipið Sea Spirit.

Þyrlusveitin var einnig kölluð út vegna bráðra veikinda manns um borð í öðru skemmtiferðaskipi, Celebrity Summit, í gær. Það skip var statt um fimmtíu sjómílur vestur norður af Látrabjargi þegar tilkynning með hjálparbeiðninni barst.

Ásgeir segir útköll sem þessi vera tíð á þessum árstíma. „Það eru mörg skemmtiferðaskip við landið og því fylgja tilkynningar og útköll sem þessi. Það er líka þannig að það er talsvert af eldra fólki um borð í þessum skipum þannig að eðlilegt er að veikindi geti komið upp.“

TF-EIR við Landspítalann í Fossvogi í hádeginu.LHG

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×