Íslenska óperan muni neyðast til að hætta starfsemi Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 14:15 Myndin er frá sýningu á óperunni Ragnheiði í Hörpu árið 2014. GÍSLI EGILL HRAFNSSON Rekstrarframlögum til Íslensku óperunnar verður hætt að því fram kemur í áskorun frá stjórn stofnunarinnar. Að því er fram kemur í áskoruninni er niðurskurðurinn svo mikill að stofnunin sér ekki annað í stöðunni en að hætta starfsemi. „Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu,“ segir í áskorun Íslensku óperunnar til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá er áskorunin einnig stílað á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Áskorunina ritar Pétur J. Eiríksson, formaður stjórnar Íslensku óperunnar, fyrir hönd stjórnarinnar. „Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma.“ Skora á ríkisstjórnina Pétur segir í áskoruninni að Íslenska óperan hafi haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hafi starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði. Ekki verði um það deilt að stofnunin hafi haft „algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi.“ Einnig segir Pétur að ekki verði um það deilt að stofnunin hafi nýtt fjármagn sitt með hagnýtum hætti. „Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar.“ Að lokum er skorað á ríkisstjórnina að standa vörð um menningarstarfsemina sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir. Þannig megi koma í veg fyrir það „menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður.“ Áskorunina í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu. Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma. Íslenska óperan hefur haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hefur starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði og verður ekki um það deilt að stofnunin hefur haft algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi. Þá verður ekki heldur um það deilt að stofnunin hefur nýtt það fjármagn sem hún hefur haft til umráða með hagnýtum hætti. Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar. Íslenska óperan er í hugum landsmanna okkar Þjóðarópera. Hún hefur starfað í þágu þjóðarinnar af miklum stórhug og mörg hundruð listamenn hafa tekið þátt í uppfærslum hennar sem sýndar hafa verið fyrir mörg þúsund gesti ár hvert. Stjórn Íslensku óperunnar skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um þá mikilvægu menningarstarfsemi sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir og koma í veg fyrir það menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður. Fyrir hönd stjórnar Íslensku óperunnar, Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar Íslenska óperan Menning Rekstur hins opinbera Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu,“ segir í áskorun Íslensku óperunnar til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá er áskorunin einnig stílað á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Áskorunina ritar Pétur J. Eiríksson, formaður stjórnar Íslensku óperunnar, fyrir hönd stjórnarinnar. „Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma.“ Skora á ríkisstjórnina Pétur segir í áskoruninni að Íslenska óperan hafi haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hafi starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði. Ekki verði um það deilt að stofnunin hafi haft „algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi.“ Einnig segir Pétur að ekki verði um það deilt að stofnunin hafi nýtt fjármagn sitt með hagnýtum hætti. „Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar.“ Að lokum er skorað á ríkisstjórnina að standa vörð um menningarstarfsemina sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir. Þannig megi koma í veg fyrir það „menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður.“ Áskorunina í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu. Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma. Íslenska óperan hefur haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hefur starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði og verður ekki um það deilt að stofnunin hefur haft algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi. Þá verður ekki heldur um það deilt að stofnunin hefur nýtt það fjármagn sem hún hefur haft til umráða með hagnýtum hætti. Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar. Íslenska óperan er í hugum landsmanna okkar Þjóðarópera. Hún hefur starfað í þágu þjóðarinnar af miklum stórhug og mörg hundruð listamenn hafa tekið þátt í uppfærslum hennar sem sýndar hafa verið fyrir mörg þúsund gesti ár hvert. Stjórn Íslensku óperunnar skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um þá mikilvægu menningarstarfsemi sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir og koma í veg fyrir það menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður. Fyrir hönd stjórnar Íslensku óperunnar, Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar
Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu. Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma. Íslenska óperan hefur haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hefur starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði og verður ekki um það deilt að stofnunin hefur haft algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi. Þá verður ekki heldur um það deilt að stofnunin hefur nýtt það fjármagn sem hún hefur haft til umráða með hagnýtum hætti. Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar. Íslenska óperan er í hugum landsmanna okkar Þjóðarópera. Hún hefur starfað í þágu þjóðarinnar af miklum stórhug og mörg hundruð listamenn hafa tekið þátt í uppfærslum hennar sem sýndar hafa verið fyrir mörg þúsund gesti ár hvert. Stjórn Íslensku óperunnar skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um þá mikilvægu menningarstarfsemi sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir og koma í veg fyrir það menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður. Fyrir hönd stjórnar Íslensku óperunnar, Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar
Íslenska óperan Menning Rekstur hins opinbera Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira