Sport

„Sætti mig alveg við að enda sem sjö­tti besti blindi bak­sunds­maður í heimi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Már Gunnarsson býr sig undir keppnina á heimsmeistaramótinu í Manchester.
Már Gunnarsson býr sig undir keppnina á heimsmeistaramótinu í Manchester. Instagram/@margunnarsson

Már Gunnarsson endaði í sjötta sæti á heimsmeistaramóti í sundi fatlaðra í Manchester á dögunum en þetta var fyrsta mótið hans eftir að hann hætti við að hætta í sundinu.

Már kom til baka eftir árshlé en hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir tónlistina sína á síðustu árum ekki síst eftir að hann tók þátt í Eurovision.

Már varð sjötti í 100 metra baksundi á HM en hann var þremur sekúndubrotum frá Íslandsmetinu sem hann setti í á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2021 árið og var einungis tveimur sekúndum frá verðlaunasæti í ár.

Már er sáttur með sundið og segir í færslu á samfélagsmiðlum að það hafi verið mun betur tæknilega útfært heldur en sundið hans á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum.

„Miðað við aðstæður sætti ég mig alveg við að enda sjötti besti blindi baksundsmaður í heimi,“ setti Már Gunnarsson inn á Instagram og gerði mótið upp í stuttu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan.

„Ég er ekkert smá hamingjusamur með að synda þetta sund eins og ég gerði,“ sagði Már.

„Ég er rétt við Íslandsmetið sem ég setti á Ólympíuleikunum 2021. Þetta sýnir bara það að það sem ég hef verið að gera undanfarna mánuði hefur verið að skila sér,“ sagði Már.

„Ég hlakka til að sjá hvort þessi þróun haldi áfram. Ég á helling inni og ég og mínir þjálfarar vitum það. Þetta lítur mjög vel út fyrir Ólympíuleikana í París á næsta ári,“ sagði Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×