Acox: Sótti innblástur í Drake í sínum fyrstu lögum Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2023 09:01 Acox sendi frá sér sína fyrstu smáskífu á dögunum Aðsend mynd Kristófer Acox hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði á meðan körfuboltadeildin hér heima er í fríi. Á dögunum opinberaði hann óvænta hlið á sér er hann gaf út smáskífuna Bjartar nætur undir listamannsnafninu Acox. Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“ Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“
Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“