Lífið

Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra orðin hjón

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Garðar og Fanney létu pússa sig saman hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.
Garðar og Fanney létu pússa sig saman hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær. Fanney Sandra

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.

„Hjón, 27.07.23. No worries fjölskylda og vinir, við munum að sjálfsögðu halda almennilegt brúðkaup, athöfn og veislu seinna þegar ég er ekki ólétt,“ skrifar Sandra við mynd af nýgiftu hjónunum og yngsta syni þeirra á samfélagsmiðlum.

Ljóst er að hamingjan svífur yfir vötnum í lífi fjölskyldunnar sem fer stækkandi en hjónin eiga von á sínu öðru barni saman. Garðar á fjögur börn fyrir.

Garðar fæddist árið 1983 og Fanney árið 1998. Þau hafa alltaf verið opinská með ástina á milli þeirra og verið afar dugleg að deila henni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×