Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 14:58 Björgólfur Guðmundsson sýndi Gústa B hvernig hann á að stilla sér upp með úrið. Aðsend Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. „Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“ Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“
Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira