Sport

Brian Harman í kjörstöðu fyrir lokahringinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Brian HARMAN er efstur fyrir lokahring
Brian HARMAN er efstur fyrir lokahring Vísir/Getty

Fyrir lokahringinn á Opna mótinu er Bandaríkjamaðurinn Brian Harman með fimm högga forystu. Á eftir honum er Cameron Young sem er í öðru sæti.

Brian Harman lét ekki slaka byrjun slá sig út af laginu og hélt haus. Harman byrjaði á að fá tvo skolla á fyrstu fjórum holunum. Eftir því sem leið á hringinn fór að ganga betur hjá Harman og hann endaði á tveimur höggum undir pari.

Harman er því með fimm högga forystu fyrir lokahringinn á morgun.

Sagan er með Brian Harman í liði þar sem aðeins tvisvar í sögu mótsins hefur kylfingi ekki tekist að vinna mótið með fimm högga forystu fyrir lokadaginn. Það var Macdonald Smith árið 1925 og Jean Van de Velde at Carnoustie árið 1999.

 

Spánverjinn Jon Rahm er í þriðja sæti fyrir lokahringinn en hann átti hring dagsins þar sem hann fór á kostum og lék á 63 höggum.

Í fjórða sæti eru fjórir kylfingar jafnir á fimm höggum undir pari. Þeir Viktor Hovland, Antoine Rozner, Jason Day, Sepp Straka og Tommy Fleetwood.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×