Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 07:45 Hvalveiðibátarnir liggja við höfn innan um hvalaskoðunarbáta og ýmsan ferðamannaiðnað. Vísir/Vilhelm Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. „Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi. Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi.
Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira