Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 07:45 Hvalveiðibátarnir liggja við höfn innan um hvalaskoðunarbáta og ýmsan ferðamannaiðnað. Vísir/Vilhelm Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. „Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi. Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi.
Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira