„Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir fimmtíu samningar náist. Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir fjölmarga fatlaða einstaklinga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf. Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tilkynnt var um stóraukin fjárframlög vegna NPA, eða notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, í lok síðasta árs. NPA-samningar eru fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi og er ætlað að veita því tækifæri til að lifa virku og sjálfstæðu lífi. NPA var lögfest 2018 en fjöldi samninga hefur nánast staðið í stað síðan árið 2019. Þá voru NPA samningar 90 talsins en voru eingöngu orðnir um 95 í fyrra. Samkvæmt lögum eiga NPA samningar að vera orðnir 145 talsins samkvæmt nýrri löggjöf sem samþykkt var í lok síðasta árs. Til að það náist vantar um 50 samninga en það eru einmitt um 50 manns á biðlista eftir þjónustunni. Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mikið vanti upp á til að þessir 50 samningar náist. „Við höfum ekki fengið miklar haldbærar skýringar á hvers vegna það hefur dregist svona lengi að úthluta fjármagni sem var samþykkt fyrir að verða ári síðan,“ segir Rúnar. „Þessir fimmtíu einstaklingar eru margir búnir að bíða í ansi mörg ár eftir því að fá að lifa sjálfstæðu lífi en þessi þjónusta er mjög mikilvæg í innleiðingu samningssamvinnu um réttindi fatlaðs fólks.“ Meirihluti NPA notenda sækir skóla eða vinnu Í rannsóknarskýrslu sem framkvæmd var fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016 kom fram mikill meirihluti fatlaðara sem nýtir þjónustu NPA sæki skóla eða vinnu. „Það segir okkur að fatlað fólk sem bíður eftir þessari þjónustu er ekki að komast mögulega inn í skóla eða á vinnumarkaðinn. Það er í raun að bíða eftir að fá að hefja sitt sjálfstæða líf. Hver mánuður sem einstaklingur þarf að bíða eftir að fá að hefja sitt líf er mjög alvarlegt mál,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkellsson, formaður NPA miðstöðvarinnar.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira