Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Í leik með Úkraínu. Getty Images/Stanislav Vedmid Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira