Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 21:16 Íris Svava Pálmadóttir ræddi jákvæða sjálfsímynd í Reykjavík síðdegis. Aðsend „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan. Reykjavík síðdegis Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan.
Reykjavík síðdegis Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira