Lífið

Pus­sy Riot kemur fram á LungA

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hluti ágóða sýningarinnar mun renna til barnaspítala í Úkraínu.
Hluti ágóða sýningarinnar mun renna til barnaspítala í Úkraínu. Pussy Riot

Rússneski lista- og andófshópurinn Pussy Riot mun koma fram á listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í júlí.

Sýningin sem hópurinn mun flytja heitir Riot Days og er sambland af tónleikum, gjörningalist og pólitískum mótmælum. Hópurinn hefur ferðast víðsvegar um Bandaríkin og Evrópu með sýninguna og er sagður hafa hlotið góðar undirtektir.

Pussy Riot vakti athygli á dögunum þegar forsprakki hópsins, Masha Alyokhina og Lucy Shtein, annar meðlimur hópsins, hlutu íslenskan ríkisborgararétt. En síðasta vetur flúði Masha frá Rússlandi sökum stríðsins.

Listahátíðin verður haldin í 24. skiptið í ár.LungA

Hátíðin fer fram dagana 9.-16. júlí næstkomandi. Meðal Pussy Riot munu meðal annars hljómsveitirnar Dream Wife, GRÓA, Kælan mikla og Countless Malaise leika listir sínar. Miðasala hefst á morgun á Tix.

Hluti ágóða Riot Days sýningarinnar mun renna til barnaspítala í Úkraínu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×