Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2023 21:31 Stuttmynd Gunnar, Fár, fékk sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Getty/Andreas Rentz Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48