Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2023 21:31 Stuttmynd Gunnar, Fár, fékk sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Getty/Andreas Rentz Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Sjá meira
Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Sjá meira
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48