Lífið

Keyptu 2.700 fer­metra hús

Máni Snær Þorláksson skrifar
Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt risastórt hús í Kaliforníu.
Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt risastórt hús í Kaliforníu. Getty/Kevin Mazur

Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það.

Samkvæmt heimildum People keypti parið húsið á um tvö hundruð milljónir dollara sem samsvarar rúmum tuttugu og átta milljörðum. Ásett verð á húsinu var þó tæpar þrjú hundruð milljónir dollara.

Um er að ræða dýrustu fasteignakaup sögunnar í Kaliforníu og þau næstdýrustu í Bandaríkjunum öllum. Árið 2019 var dýrasta hús Bandaríkjanna selt fyrir 238 milljónir dollara en um var að ræða þakíbúð í New York. 

Þar áður hafði dýrasta heimilið verið selt í Kaliforníu fyrir 177 milljónir og á undan því átti Jeff Bezos, stofnandi Amazon metið. Sá keypti hús í Beverly Hills í Kaliforníu fyrir 165 milljónir dollara.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.