Mest hissa á að húsið hafi aldrei verið notað í bíómynd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 14:09 Húsið að Bjarkargrund hefur vakið mikla athygli en ætli innbúið hafi ekki vakið enn meiri athygli. Vísir Einbýlishús að Bjarkargrund 26 á Akranesi sem nú er á sölu hefur að sögn fasteignasala vakið gríðarlega athygli. Innréttingar, ljós og gólfefni eru upprunalegar frá því að húsið var byggt árið 1968 og er líkt og stigið sé inn í tímavél. Fasteignasalinn segir fólk mikið spyrja um innbúið. „Þetta er sannkallað retró hús,“ segir Daníel Rúnar Elíasson, fasteignasali hjá Hákot í samtali við Vísi. Húsið var byggt árið 1968 og segir Daníel sömu eigendur hafa verið að húsinu allar götur síðan, þar til nú. Innréttingarnar minna hressilega á áttunda áratuginn, enda upp settar þá. „Þær eru gríðarlega vel farnar og það sést lítið sem ekkert á þeim og ekki heldur teppum á gólfinu,“ segir Daníel. Hann segir eigendurna fyrir nokkrum árum hafa ætlað að minnka við sig en hætt við, enda húsið þeim kærkomið. „Þá fékk ég einmitt mikið af fyrirspurnum frá fólki um innbúið. Einhverjir sem voru áhugasamir um að kaupa ljósin og hitt og þetta. Þetta var svona eins og góði hirðirinn í rauntíma,“ segir Daníel í gríni. Húsið er á einni hæð og fimm herbergi, eins og fram kemur á fasteignavef Vísis. Það er 139,6 fermetrar að stærð, auk þess sem 41,6 fermetra bílskúr fylgir húsinu. Samanlagt er eignin því 181,2 fermetrar og er uppsett verð 87,9 milljónir króna. Daníel segir mikinn áhuga hafa verið á húsinu og vel mætt á opið hús í gær. „Fólk var mest hissa á því að þetta hefði aldrei verið notað í bíómynd,“ segir Daníel hress í bragði. Akranes Hús og heimili Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Þetta er sannkallað retró hús,“ segir Daníel Rúnar Elíasson, fasteignasali hjá Hákot í samtali við Vísi. Húsið var byggt árið 1968 og segir Daníel sömu eigendur hafa verið að húsinu allar götur síðan, þar til nú. Innréttingarnar minna hressilega á áttunda áratuginn, enda upp settar þá. „Þær eru gríðarlega vel farnar og það sést lítið sem ekkert á þeim og ekki heldur teppum á gólfinu,“ segir Daníel. Hann segir eigendurna fyrir nokkrum árum hafa ætlað að minnka við sig en hætt við, enda húsið þeim kærkomið. „Þá fékk ég einmitt mikið af fyrirspurnum frá fólki um innbúið. Einhverjir sem voru áhugasamir um að kaupa ljósin og hitt og þetta. Þetta var svona eins og góði hirðirinn í rauntíma,“ segir Daníel í gríni. Húsið er á einni hæð og fimm herbergi, eins og fram kemur á fasteignavef Vísis. Það er 139,6 fermetrar að stærð, auk þess sem 41,6 fermetra bílskúr fylgir húsinu. Samanlagt er eignin því 181,2 fermetrar og er uppsett verð 87,9 milljónir króna. Daníel segir mikinn áhuga hafa verið á húsinu og vel mætt á opið hús í gær. „Fólk var mest hissa á því að þetta hefði aldrei verið notað í bíómynd,“ segir Daníel hress í bragði.
Akranes Hús og heimili Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira