Lífið

Héldu óvænt brúðkaup milli hringa

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Presturinn mætti óvænt á hlaupabrautuina til að gefa þau Julie og Morten saman.
Presturinn mætti óvænt á hlaupabrautuina til að gefa þau Julie og Morten saman. Garpur Ingason

Óvænt hjónavígsla var haldin í Bakgarðshlaupi meistaranna, sem haldin er í þýska smábænum Rettert þessa dagana. 

Í bakgarðshlaupi tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Frá því keppendur koma í mark og fram að því að ræst er út í næsta hring hafa hlauparar því tíma til að hvíla sig, kæla og nærast, svo eitthvað sé nefnt.

Eftir hring á fyrstu klukkutímum hlaupsins var tíminn svo sannarlega vel nýttur hjá dönsku hlaupurunum Julie Kristine Moller Jensen og Morten Klingenberg. Aðstandendur þeirra héldu nefnilega óvænta brúðkaupsathöfn fyrir, þá trúlofaða, parið. 

Garpur Ingason Elísabetarson, sem fylgir íslensku hlaupurunum Mari Jaersk og Þorleifi Þorleifssyni, segir frá þessu í samtali við fréttastofu. 

„Þau voru trúlofuð en hingað mættu bara öll fjölskyldan, vinir og vandamenn ásamt presti og svo hlupu þau af stað nýgift,“ segir Garpur sem tók myndband af giftingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×