„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. maí 2023 18:41 Arnar Grétarsson var sáttur með sína menn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag. „Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ KA Valur Besta deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
„Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“
KA Valur Besta deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira