Hélt hún væri með lágþrýsting en fékk heilablóðfall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 19:29 Sigga Kling er í fullu fjöri! Vísir/Vilhelm Sigga Kling, spákona og skemmtikraftur með meiru, er ekki dauð! Hún mætti í Bakaríið á Bylgjunni í dag til að kveða niður flökkusögur um ótímabært fráfall sitt en hið sanna í málinu er að hún fékk á dögunum heilablóðfall í kjölfar blóðtappa. Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið! Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið!
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira