Þróaði með sér dellu fyrir míkrafónasmíði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:01 Baldvin Hlynsson opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag. Aðsend „Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi. Baldvin stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi en þar kviknaði áhugavert áhugamál hjá honum. „Þegar ég var í náminu þróaði ég með mér dellu fyrir míkrafónasmíði á milli þess sem ég var í skólanum eða að æfa mig.“ Míkrafónn sem Baldvin smíðaði sjálfur.Aðsend Fjölbreytt form út frá sveiflusjá Verkefnið Tónbil spratt upp úr tilraunum sem Baldvin var að gera með sveiflusjá, sem er tæki sem breytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás. „Ég notaði sveiflusjá til að gera mælingar á míkrafónunum sem ég var að smíða og á einhverjum tímapunkti datt mér í hug að prófa að spila tónbil í gegnum sveiflusjána. Mér til mikillar furðu urðu til allavegana form. Þessi form voru ekki kringlótt eins og endanlegu formin urðu en engu að síður voru þau symmetrísk og reglubundin.“ Baldvin að störfum.Aðsend Áhugi á samfélagsmiðlum Baldvin fór í kjölfarið að deila formunum á Instagram hjá sér og segir hann að fólk hafi verið mjög áhugasamt um þetta og spurt ýmissa spurninga. „Eftir það fór ég að stúdera þetta nánar og fann, eftir töluverða leit, leið til að gera formin kringlótt. Mér fannst það skemmtilegt, þar sem öll tónbilin voru nú eins í laginu en mismunandi að innan.“ Verkin hans Baldvins koma í tveimur mismunandi litapalletum, annars vegar form í lit á svörtum bakgrunni og hins vegar form í svörtu á hvítum bakgrunni. „Fyrir lituðu verkin valdi ég litinn sjálfur eftir eigin tilfinningu. Þau koma líka í tveimur stærðum en hvert verk er framleitt í takmörkuðu upplagi af sex. Ég ramma verkin inn sjálfur af mikilli nákvæmni með svokallaðri float mount aðferð, sem felur í sér að verkin fljóta inni í rammanum en ramminn er sérsmíðaður, svartur og spónlagður álrammi.“ Stór þríund eftir Baldvin.Aðsend Hverri mynd fylgir texti um viðeigandi tónbil sem fjallar um tilfinninguna og hughrifin sem það tónbil hefur þótt vekja í aldanna rás sem og útskýringu á litavalinu og tengsl við viðeigandi lit í listfræðilegu og táknrænu samhengi. Auk þess fylgir QR kóði með hverri mynd svo hægt sé að sjá og heyra tónbilið birtast á sveiflusjá og rannsaka hvernig það hegðar sér. Eintökin eru númeruð og árituð. HönnunarMars Menning Myndlist Tónlist Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Baldvin stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi en þar kviknaði áhugavert áhugamál hjá honum. „Þegar ég var í náminu þróaði ég með mér dellu fyrir míkrafónasmíði á milli þess sem ég var í skólanum eða að æfa mig.“ Míkrafónn sem Baldvin smíðaði sjálfur.Aðsend Fjölbreytt form út frá sveiflusjá Verkefnið Tónbil spratt upp úr tilraunum sem Baldvin var að gera með sveiflusjá, sem er tæki sem breytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás. „Ég notaði sveiflusjá til að gera mælingar á míkrafónunum sem ég var að smíða og á einhverjum tímapunkti datt mér í hug að prófa að spila tónbil í gegnum sveiflusjána. Mér til mikillar furðu urðu til allavegana form. Þessi form voru ekki kringlótt eins og endanlegu formin urðu en engu að síður voru þau symmetrísk og reglubundin.“ Baldvin að störfum.Aðsend Áhugi á samfélagsmiðlum Baldvin fór í kjölfarið að deila formunum á Instagram hjá sér og segir hann að fólk hafi verið mjög áhugasamt um þetta og spurt ýmissa spurninga. „Eftir það fór ég að stúdera þetta nánar og fann, eftir töluverða leit, leið til að gera formin kringlótt. Mér fannst það skemmtilegt, þar sem öll tónbilin voru nú eins í laginu en mismunandi að innan.“ Verkin hans Baldvins koma í tveimur mismunandi litapalletum, annars vegar form í lit á svörtum bakgrunni og hins vegar form í svörtu á hvítum bakgrunni. „Fyrir lituðu verkin valdi ég litinn sjálfur eftir eigin tilfinningu. Þau koma líka í tveimur stærðum en hvert verk er framleitt í takmörkuðu upplagi af sex. Ég ramma verkin inn sjálfur af mikilli nákvæmni með svokallaðri float mount aðferð, sem felur í sér að verkin fljóta inni í rammanum en ramminn er sérsmíðaður, svartur og spónlagður álrammi.“ Stór þríund eftir Baldvin.Aðsend Hverri mynd fylgir texti um viðeigandi tónbil sem fjallar um tilfinninguna og hughrifin sem það tónbil hefur þótt vekja í aldanna rás sem og útskýringu á litavalinu og tengsl við viðeigandi lit í listfræðilegu og táknrænu samhengi. Auk þess fylgir QR kóði með hverri mynd svo hægt sé að sjá og heyra tónbilið birtast á sveiflusjá og rannsaka hvernig það hegðar sér. Eintökin eru númeruð og árituð.
HönnunarMars Menning Myndlist Tónlist Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00
Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10