Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. apríl 2023 10:48 Stuttmyndin Fár hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Cannes. Instagram Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin verður í 76. sinn. Í gegnum tíðina hafa fimmtán íslenskar myndir keppt á hátíðinni. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Í ár voru ríflega fjögur þúsund stuttmyndir sendar inn en aðeins ellefu voru valdar á hátíðina. Stuttmyndin Fár fjallar um einstakling sem tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Myndin er fimm mínútur að lengd. Gunnur skrifar handrit, leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni. Gunnur útskrifaðist með BA gráðu frá University of Music & Theater í Hamborg og er á öðru ári í leiklistarnámi í Listaháskóla Íslands. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Veðramót árið 2007. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Gunnur er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra en fyrsta bíómynd Ásdísar, Ingaló, var einmitt frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 1992. Meðal annarra leikara í myndinni eru Jörundur Ragnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson fyrir Norður. Eli Arenson, tökumaður Dýrsins, sér um kvikmyndatöku. Brúsi Ólason og Guðlaugur Andri Eyþórsson sjá um klippingu. Hljóðhönnun er í höndum Björns Viktorssonar og Haraldar Þrastarsonar. Rebekka Ingimundardóttir sér um leikmynd og Hulda Halldóra Tryggavdóttir er búningahönnuður. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24 Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin verður í 76. sinn. Í gegnum tíðina hafa fimmtán íslenskar myndir keppt á hátíðinni. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Í ár voru ríflega fjögur þúsund stuttmyndir sendar inn en aðeins ellefu voru valdar á hátíðina. Stuttmyndin Fár fjallar um einstakling sem tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Myndin er fimm mínútur að lengd. Gunnur skrifar handrit, leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni. Gunnur útskrifaðist með BA gráðu frá University of Music & Theater í Hamborg og er á öðru ári í leiklistarnámi í Listaháskóla Íslands. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Veðramót árið 2007. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Gunnur er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra en fyrsta bíómynd Ásdísar, Ingaló, var einmitt frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 1992. Meðal annarra leikara í myndinni eru Jörundur Ragnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson fyrir Norður. Eli Arenson, tökumaður Dýrsins, sér um kvikmyndatöku. Brúsi Ólason og Guðlaugur Andri Eyþórsson sjá um klippingu. Hljóðhönnun er í höndum Björns Viktorssonar og Haraldar Þrastarsonar. Rebekka Ingimundardóttir sér um leikmynd og Hulda Halldóra Tryggavdóttir er búningahönnuður. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms)
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24 Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31
Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24
Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41