Lífið

Grímur í Best­­­seller selur glæsi­hýsi í 101

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þetta glæsihýsi við Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur leitar nú nýs eiganda.
Þetta glæsihýsi við Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur leitar nú nýs eiganda. Fasteignaljósmyndun/Samsett

Athafnamaðurinn Grímur Garðarsson, eigandi Bestseller á Íslandi sem rekur tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, Vila og Name It, hefur sett einstakt heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Smartland greindi fyrst frá.

Um er að ræða glæsihýsi í svokölluðum funiks-stíl sem stendur við Sjafnargötu 14. Húsið er smekklega innréttað og er óhætt að segja að grár litur sé ríkjandi inni á heimilinu.

Húsið er rúmlega 380 fermetrar og er á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið var byggt árið 1930 en það var endurnýjað að miklu leyti árið 2020.

Í húsinu er meðal annars að finna sjö svefnherbergi, fjögur baðherbergi og þaksvalir með stórbrotnu útsýni.

Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess nemur rúmlega 233 milljónum.

Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar er að finna á Fasteignavef Vísis.

Húsið stendur við Sjafnargötu 14.Fasteignaljósmyndun
Eldhús og borðstofa eru samliggjandi á miðhæð hússins.Fasteignaljósmyndun
Heimilið er smekklega innréttað frá toppi til táar.Fasteignaljósmyndun
Í húsinu er að finna fjögur svefnherbergi.Fasteignaljósmyndun
Eitt af sjö svefnherbergjum hússins.Fasteignaljósmyndun
Líkamsrækt hefur verið komið fyrir í kjallara hússins.Fasteignaljósmyndun
Húsinu fylgja rúmgóðar þaksvalir með stórbrotnu útsýni.Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×