Heimili Grey's Anatomy stjörnu brann til kaldra kola Máni Snær Þorláksson skrifar 4. apríl 2023 16:42 Caterina Scorsone er þakklát fyrir að hafa náð að koma sér og börnunum sínum út. Hún syrgir þó gæludýrin sín sem ekki tókst að bjarga úr eldsvoðanum. IMDB/Instagram Leikkonan Caterina Scorsone greindi frá því á Instagram-síðu sinni í dag að heimili hennar hafi brunnið til kaldra kola fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún prísar sig sæla að í lagi sé með fólkið á heimilinu en syrgir á sama tíma gæludýrin fjögur sem dóu í eldsvoðanum. „Ég hafði um tvær mínútur til að koma börnunum mínum þremur úr húsinu,“ segir Scorsone í Instagram-færslunni. Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Amelia Shepherd í Grey's Anatomy, segir að hún og börnin sín hafi ekki einu sinni náð að klæða sig í skó þegar þau hlupu út úr húsinu. Scorsone tók eftir því að kviknað væri í húsinu á meðan hún var að gera börnin sín klár fyrir háttinn. Þau voru í baðherberginu þegar hún tók eftir reyknum. Hún fór fram á gang og sá þykkan og svartan reyk sem fyllti húsið. „Við náðum að komast út og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.“ Sem fyrr segir tókst þó ekki að bjarga gæludýrunum á heimilinu. „Við erum ennþá að jafna okkur á þeim missi en við erum heppin að hafa fengið að elska þau öll,“ segir Scorsone. View this post on Instagram A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) Þakklát fyrir hjálpina Leikkonan segist ekki hafa ákveðið að birta færsluna til að fjalla um eldinn heldur til að segja frá allri hjálpinni sem þau fengu í kjölfar hans. „Þetta er færsla um samfélag. Þetta er ástarbréf til alls frábæra fólksins sem kom og alla ótrúlegu hlutina sem þau gerðu,“ segir hún. Þá sendir hún slökkviliðsmönnunum og lögreglunni þakkir sem og nágrannanum sínum sem svaraði er þau bönkuðu á dyr hans þarna um kvöldið. Einnig þakkar hún foreldrum barnanna sem eru með hennar börnum í skóla en hún segir þá hafa sent leikföng og bækur til barnanna sinna. Því næst þakkar hún vinum sínum sem koma að gerð sjónvarpsþáttanna Grey's Anatomy og Shondaland og sendu fjölskyldunni föt og fleiri hluti. Svo þakkar hún systrum sínum og teyminu sínu fyrir hjálpina þeirra. „Það eina sem skiptir máli er samfélagið. Við værum ekki hérna án þeirra og við erum svo þakklát. Takk fyrir.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
„Ég hafði um tvær mínútur til að koma börnunum mínum þremur úr húsinu,“ segir Scorsone í Instagram-færslunni. Leikkonan, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Amelia Shepherd í Grey's Anatomy, segir að hún og börnin sín hafi ekki einu sinni náð að klæða sig í skó þegar þau hlupu út úr húsinu. Scorsone tók eftir því að kviknað væri í húsinu á meðan hún var að gera börnin sín klár fyrir háttinn. Þau voru í baðherberginu þegar hún tók eftir reyknum. Hún fór fram á gang og sá þykkan og svartan reyk sem fyllti húsið. „Við náðum að komast út og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.“ Sem fyrr segir tókst þó ekki að bjarga gæludýrunum á heimilinu. „Við erum ennþá að jafna okkur á þeim missi en við erum heppin að hafa fengið að elska þau öll,“ segir Scorsone. View this post on Instagram A post shared by Caterina Scorsone (@caterinascorsone) Þakklát fyrir hjálpina Leikkonan segist ekki hafa ákveðið að birta færsluna til að fjalla um eldinn heldur til að segja frá allri hjálpinni sem þau fengu í kjölfar hans. „Þetta er færsla um samfélag. Þetta er ástarbréf til alls frábæra fólksins sem kom og alla ótrúlegu hlutina sem þau gerðu,“ segir hún. Þá sendir hún slökkviliðsmönnunum og lögreglunni þakkir sem og nágrannanum sínum sem svaraði er þau bönkuðu á dyr hans þarna um kvöldið. Einnig þakkar hún foreldrum barnanna sem eru með hennar börnum í skóla en hún segir þá hafa sent leikföng og bækur til barnanna sinna. Því næst þakkar hún vinum sínum sem koma að gerð sjónvarpsþáttanna Grey's Anatomy og Shondaland og sendu fjölskyldunni föt og fleiri hluti. Svo þakkar hún systrum sínum og teyminu sínu fyrir hjálpina þeirra. „Það eina sem skiptir máli er samfélagið. Við værum ekki hérna án þeirra og við erum svo þakklát. Takk fyrir.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira