Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. mars 2023 10:44 Hann skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum en lætur þó fara lítið fyrir sér og vinnur í tónlistinni og draumum sínum. Lagahöfundurinn og söngvarinn Birgir Steinn Stefánsson er nýjasti gestur Einkalífsins. Vísir/Vilhelm „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. Byrjaði með látum Birgir Steinn, sem er sonur tónlistarmannsins Stefáns Hilmarssonar og Önnu Bjargar Birgisdóttur, vitnar þarna til tímabilsins í lífi sínu þegar hann gaf út sína fyrstu smáskífu árið 2017 og boltinn byrjaði að rúlla. Á þessari plötu var meðal annars lagið sem startaði mínum ferli í tónlist og heitir Can you feel it. Lagið varð mjög vinsælt hérlendis en það má eiginlega segja að það hafi vægast sagt farið á flug erlendis, út um heim allan reyndar en Birgir fékk platínumplötu frá Öldu music fyrir tíu milljón streymi á laginu Can you Feel it. Í dag er lagið þó komið með langt yfir 40 milljónir hlustanir. Já, þetta er alveg merkilegt, sérstaklega miðað við það að eðlilega vita ekkert endilega allir hver ég er. Á streymisveitunni Spotify er Birgir með tæplega 600 þúsund mánaðarlegar spilanir sem er með því hærra sem sést hjá íslensku tónlistarfólki og segir hann það skýrast meðal annars af þessum gríðar vinsældum lagsins erlendis. Fólk var þarna að spila tónlistina mína í fullt af löndum, sem ég get ekki einu sinni nefnt. Þarna var guð að segja mér að þetta væri minn tími. Í viðtalinu, sem hægt er að nálgast í heild sinni hér fyrir neðan, segir Birgir frá því hvernig tónlistarferillinn byrjaði með látum, trúnni sem hefur fylgt honum alla tíð og kvíðanum sem hann lætur þó aldrei stoppa sig. Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Nei, ég hafði ekki hugmynd sko,“ svarar Birgir og hlær þegar hann er spurður hvort að hann hafi alltaf vitað að lagið Líf, í fluttningi Stebba Hilmars, hafi verið samið um sig. Stefán samdi textann við lag Jóns Ólafssonar og kom lagið út á sólóplötu hans árið 1993. „Ég hélt meira að segja lengi framan af að pabbi væri trommari, því það voru alltaf bongótrommur inni í bílskúr.“ Birgir segist í raun ekki alveg muna það hvenær það var sem hann hafi uppgötvað það að pabbi sinn væri söngvari í Sálinni. Ég held í raun að foreldrum mínum hafi tekist það lengi framan af, algjörlega ómeðvitað, að fela þetta svolítið fyrir mér en Sálin var rosalega stór á þessum tíma. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn er fæddur árið 1992 en hann segist hafa verið orðinn sirka tíu, tólf ára þegar hann hafi áttað sig á því hversu þekktur pabbi sinn var. Hann segir pabba sinn mjög hógværan og ekki rætt mikið um hljómsveitarlífið á heimilinu. „Þetta var sko ekki helsta umræðuefnið, það var eitthvað allt annað. Veðrið, skattar og bókhaldið sko,“ segir hann og hlær. Á sama tíma segist hann aldrei hafa upplifað neina pressu frá foreldrum sínum að fara sjálfur í tónlist. Kom foreldrum sínum í opna skjöldu Birgir fann þó sjálfur áhugann snemma og fór að fikta sig áfram á allskonar hljóðfæri og byrjaði svo á endanum að syngja og semja tónlist sjálfur. Það er þá sem að ég kem bæði mömmu og pabba í opna skjöldu, þegar ég sem fyrsta lagið mitt. Þegar Birgir útskrifaðist úr grunnskóla kom hann fyrst opinberlega fram og hafði hann þá æft lagið Líf, sem faðir hans samdi um hann, án þess að foreldrar hans vissu. Enginn hafði hugmynd um að ég ætlaði að troða upp og syngja þetta lag. Það vissi enginn að ég gæti sungið eða hvað þá spilað á píanó. Ég man bara svipinn á mömmu og pabba þegar ég steig á sviðið og flutti lagið. Viðtalið við Birgi í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér ofar í greininni og einnig á Stöð 2+. Einkalífið Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Byrjaði með látum Birgir Steinn, sem er sonur tónlistarmannsins Stefáns Hilmarssonar og Önnu Bjargar Birgisdóttur, vitnar þarna til tímabilsins í lífi sínu þegar hann gaf út sína fyrstu smáskífu árið 2017 og boltinn byrjaði að rúlla. Á þessari plötu var meðal annars lagið sem startaði mínum ferli í tónlist og heitir Can you feel it. Lagið varð mjög vinsælt hérlendis en það má eiginlega segja að það hafi vægast sagt farið á flug erlendis, út um heim allan reyndar en Birgir fékk platínumplötu frá Öldu music fyrir tíu milljón streymi á laginu Can you Feel it. Í dag er lagið þó komið með langt yfir 40 milljónir hlustanir. Já, þetta er alveg merkilegt, sérstaklega miðað við það að eðlilega vita ekkert endilega allir hver ég er. Á streymisveitunni Spotify er Birgir með tæplega 600 þúsund mánaðarlegar spilanir sem er með því hærra sem sést hjá íslensku tónlistarfólki og segir hann það skýrast meðal annars af þessum gríðar vinsældum lagsins erlendis. Fólk var þarna að spila tónlistina mína í fullt af löndum, sem ég get ekki einu sinni nefnt. Þarna var guð að segja mér að þetta væri minn tími. Í viðtalinu, sem hægt er að nálgast í heild sinni hér fyrir neðan, segir Birgir frá því hvernig tónlistarferillinn byrjaði með látum, trúnni sem hefur fylgt honum alla tíð og kvíðanum sem hann lætur þó aldrei stoppa sig. Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Nei, ég hafði ekki hugmynd sko,“ svarar Birgir og hlær þegar hann er spurður hvort að hann hafi alltaf vitað að lagið Líf, í fluttningi Stebba Hilmars, hafi verið samið um sig. Stefán samdi textann við lag Jóns Ólafssonar og kom lagið út á sólóplötu hans árið 1993. „Ég hélt meira að segja lengi framan af að pabbi væri trommari, því það voru alltaf bongótrommur inni í bílskúr.“ Birgir segist í raun ekki alveg muna það hvenær það var sem hann hafi uppgötvað það að pabbi sinn væri söngvari í Sálinni. Ég held í raun að foreldrum mínum hafi tekist það lengi framan af, algjörlega ómeðvitað, að fela þetta svolítið fyrir mér en Sálin var rosalega stór á þessum tíma. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn er fæddur árið 1992 en hann segist hafa verið orðinn sirka tíu, tólf ára þegar hann hafi áttað sig á því hversu þekktur pabbi sinn var. Hann segir pabba sinn mjög hógværan og ekki rætt mikið um hljómsveitarlífið á heimilinu. „Þetta var sko ekki helsta umræðuefnið, það var eitthvað allt annað. Veðrið, skattar og bókhaldið sko,“ segir hann og hlær. Á sama tíma segist hann aldrei hafa upplifað neina pressu frá foreldrum sínum að fara sjálfur í tónlist. Kom foreldrum sínum í opna skjöldu Birgir fann þó sjálfur áhugann snemma og fór að fikta sig áfram á allskonar hljóðfæri og byrjaði svo á endanum að syngja og semja tónlist sjálfur. Það er þá sem að ég kem bæði mömmu og pabba í opna skjöldu, þegar ég sem fyrsta lagið mitt. Þegar Birgir útskrifaðist úr grunnskóla kom hann fyrst opinberlega fram og hafði hann þá æft lagið Líf, sem faðir hans samdi um hann, án þess að foreldrar hans vissu. Enginn hafði hugmynd um að ég ætlaði að troða upp og syngja þetta lag. Það vissi enginn að ég gæti sungið eða hvað þá spilað á píanó. Ég man bara svipinn á mömmu og pabba þegar ég steig á sviðið og flutti lagið. Viðtalið við Birgi í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér ofar í greininni og einnig á Stöð 2+.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira