Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. mars 2023 10:00 Frá vinstri: Sýningarstjórar Kviksjá: Íslensk myndlist á 20 öld þau Markús Þór Andrésson, Edda Halldórsdóttir og Ólöf K. Sigurðardóttir ásamt rýmishönnuði sýningarinnar, Axel Hallkelli. Vísir/Vilhelm Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. Sýningaropnun verður laugardaginn 25. mars klukkan 15:00 á Kjarvalsstöðum en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna. Sýningarstjórar eru Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir. Í fréttatilkynningu frá safninu kemur meðal annars fram: „Á sýningunni er að finna um tvöhundruð listaverk úr safneigninni og skiptist hún á milli Austur- og Vestursala á árinu 1973, þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Um leið markar árið ákveðin straumhvörf í listasögunni hér á landi því þá eru að verða skil á milli línulegrar framvindu módernismans og margsögu framúrstefnutímabilsins. Á sýningunni eru verk eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar, verk sem eru vel kunn, en einnig fjölmörg verk sem sjaldan hafa verið sýnd og munu koma mörgum á óvart.“ Því má segja að sýningin veiti innsýn í þann menningararf sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur. „Kviksjá er yfirskrift sýningaraðar þar sem við skoðum listaverk í safneign Listasafns Reykjavíkur. Í ár fagnar safnið því að 50 ár eru liðin frá því fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna er sérstakur gaumur gefinn að safneigninni og tækifærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar sem þar eru varðveittar. Í safninu eru nú rúmlega sautján þúsund skráð verk af öllum gerðum unnin í fjölbreytta listmiðla, allt frá skissum og rissi eftir meistara Kjarval til samtímalistaverka eftir unga sem aldna listamenn,“ segir jafnframt í tilkynningu frá safninu. Jón Stefánsson, Hraunteigar við Heklu, 1930.Listasafn Reykjavíkur Þá eru fleiri sýningar væntanlegar. „Kviksjá 20. aldar er kynnt á Kjarvalsstöðum en Kviksjá 21. aldar verður í Hafnarhúsi frá 6. júní og Kviksjá erlendar myndlistar í safneigninni er í Hafnarhúsi til 7. maí.“ Sýningarheitinu er lýst á eftirfarandi hátt: „Kviksjá (e. kaleidoscope) er leikfang sem brýtur upp hefðbundið sjónsvið og gefur kost á því að njóta þess að skoða veruleikann í brotakenndu mynstri. Safneign í listasafni má segja að lúti sömu lögmálum. Aldrei gefst kostur á að skoða safnið nema að hluta í ólíkum samsetningum og nýju samhengi. Um leið er safneignin ekki nema brotakennt úrval af listsköpun á hverjum tíma og sýn manna á verkin lituð ríkjandi tíðaranda hverju sinni,“ segir á vef safnsins. Sýningin stendur fram til 7. ágúst næstkomandi. Hér má finna nánari upplýsingar. Myndlist Menning Söfn Reykjavík Tengdar fréttir Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 19. mars 2023 06:00 Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. 8. mars 2023 06:01 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01 „Ótrúlega sterkur hópur sem vinnur kraftaverk á örfáum dögum“ Útskriftarnemar við myndlistar, hönnunar og arkitektúrs deild Listaháskóla Íslands standa fyrir samsýningu á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Sýningin ber nafnið Verandi vera, er opin öllum og stendur til næstkomandi sunnudags, 29. maí. 25. maí 2022 07:00 Mest lesið Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði Lífið Stjörnulífið: Ásdís Rán í Playboy-höllinni Lífið Selur íbúð með palli en engum berjarunna Lífið „Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“ Lífið Opnar sig í myndbandi: Hefur lokið lyfjameðferð Lífið „Ég get ekki verið hamingjusamari“ Lífið Laufey prýðir forsíðu Vogue Tíska og hönnun Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Tónlist Keypti ævintýralegt raðhús með sjávarútsýni Lífið Eva Dögg greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Sýningaropnun verður laugardaginn 25. mars klukkan 15:00 á Kjarvalsstöðum en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna. Sýningarstjórar eru Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir. Í fréttatilkynningu frá safninu kemur meðal annars fram: „Á sýningunni er að finna um tvöhundruð listaverk úr safneigninni og skiptist hún á milli Austur- og Vestursala á árinu 1973, þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Um leið markar árið ákveðin straumhvörf í listasögunni hér á landi því þá eru að verða skil á milli línulegrar framvindu módernismans og margsögu framúrstefnutímabilsins. Á sýningunni eru verk eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar, verk sem eru vel kunn, en einnig fjölmörg verk sem sjaldan hafa verið sýnd og munu koma mörgum á óvart.“ Því má segja að sýningin veiti innsýn í þann menningararf sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur. „Kviksjá er yfirskrift sýningaraðar þar sem við skoðum listaverk í safneign Listasafns Reykjavíkur. Í ár fagnar safnið því að 50 ár eru liðin frá því fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna er sérstakur gaumur gefinn að safneigninni og tækifærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar sem þar eru varðveittar. Í safninu eru nú rúmlega sautján þúsund skráð verk af öllum gerðum unnin í fjölbreytta listmiðla, allt frá skissum og rissi eftir meistara Kjarval til samtímalistaverka eftir unga sem aldna listamenn,“ segir jafnframt í tilkynningu frá safninu. Jón Stefánsson, Hraunteigar við Heklu, 1930.Listasafn Reykjavíkur Þá eru fleiri sýningar væntanlegar. „Kviksjá 20. aldar er kynnt á Kjarvalsstöðum en Kviksjá 21. aldar verður í Hafnarhúsi frá 6. júní og Kviksjá erlendar myndlistar í safneigninni er í Hafnarhúsi til 7. maí.“ Sýningarheitinu er lýst á eftirfarandi hátt: „Kviksjá (e. kaleidoscope) er leikfang sem brýtur upp hefðbundið sjónsvið og gefur kost á því að njóta þess að skoða veruleikann í brotakenndu mynstri. Safneign í listasafni má segja að lúti sömu lögmálum. Aldrei gefst kostur á að skoða safnið nema að hluta í ólíkum samsetningum og nýju samhengi. Um leið er safneignin ekki nema brotakennt úrval af listsköpun á hverjum tíma og sýn manna á verkin lituð ríkjandi tíðaranda hverju sinni,“ segir á vef safnsins. Sýningin stendur fram til 7. ágúst næstkomandi. Hér má finna nánari upplýsingar.
Myndlist Menning Söfn Reykjavík Tengdar fréttir Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 19. mars 2023 06:00 Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. 8. mars 2023 06:01 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01 „Ótrúlega sterkur hópur sem vinnur kraftaverk á örfáum dögum“ Útskriftarnemar við myndlistar, hönnunar og arkitektúrs deild Listaháskóla Íslands standa fyrir samsýningu á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Sýningin ber nafnið Verandi vera, er opin öllum og stendur til næstkomandi sunnudags, 29. maí. 25. maí 2022 07:00 Mest lesið Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði Lífið Stjörnulífið: Ásdís Rán í Playboy-höllinni Lífið Selur íbúð með palli en engum berjarunna Lífið „Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“ Lífið Opnar sig í myndbandi: Hefur lokið lyfjameðferð Lífið „Ég get ekki verið hamingjusamari“ Lífið Laufey prýðir forsíðu Vogue Tíska og hönnun Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Tónlist Keypti ævintýralegt raðhús með sjávarútsýni Lífið Eva Dögg greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 19. mars 2023 06:00
Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. 8. mars 2023 06:01
„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01
„Ótrúlega sterkur hópur sem vinnur kraftaverk á örfáum dögum“ Útskriftarnemar við myndlistar, hönnunar og arkitektúrs deild Listaháskóla Íslands standa fyrir samsýningu á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Sýningin ber nafnið Verandi vera, er opin öllum og stendur til næstkomandi sunnudags, 29. maí. 25. maí 2022 07:00