Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2023 14:00 Ölstofa Kormáks og Skjaldar er meðal veitingastaða sem geta ekki boðið upp á Guinness í dag vegna skorts á landinu. Vísir/Samsett Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld. Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði. Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira