Lífið

Enduðu dansandi á tánum á klístruðu gólfi eftir Edduna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aldís skemmti sér vel eftir síðustu Edduverðlaunahátíð.
Aldís skemmti sér vel eftir síðustu Edduverðlaunahátíð.

Verðlaunahátíða-vertíðin er í fullum gangi og um helgina verða bæði Hlustendaverðlaunin og Edduverðlaunin veitt.

Þórdís Valsdóttir og Kristín Ólafsdóttir fengu til sín þau Aldísi Amah Hamilton, Klöru Elías og Gísla Örn Garðarsson sem hlutu öll tilnefningar fyrir sitt fag og ræddu allt það helsta sem við kemur verðlaunahátíðum.

Eddan verður afhent á sunnudagskvöldið og eftir verðlaunahátíðina er teiti í Háskólabíó fyrir gestina. En hvernig eru partýin eftir verðlaunahátíðir?

„Það var mjög gaman í fyrra til dæmis. Við enduðum flest á því að vera búin að rífa af okkur hælana og dansandi um á popp/kók klístruðu gólfinu og það var geggjað og það slapp enginn. Þetta er eins og árshátíð,“ segir Aldís.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×