Marsspá Siggu Kling - Hrútur Sigga Kling skrifar 3. mars 2023 06:02 Elsku Hrúturinn minn, það eru svo miklar breytingar í kringum litlu hlutina. Þú getur pirrað þig svo mikið yfir einhverju sem er fyrir framan þig en svo er það bara alls ekki neitt. Það er eins og þú komist út úr öllum þrengingum og stoppum. Og alveg sama hversu svartur þér finnst dagurinn vera, þá er eins og það heyrist acrabadabra, búmm og málið er leyst. Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl. Ekki stífna allur upp þó stressaður sért. Láttu ekki fólk fara í taugarnar á þér, því það er þinn versti galli að þú getur verið með stuttan þráð. Svo þú ættir að hafa það sem þitt mottó, að það er betra að þegja en að vera of fljótfær að segja. Þetta er sterk viðvörun og þú skalt hafa hana í huga út marsmánuð. Það er líka svo margt að snúast núna sem tengist þér. Þú þarft að taka þátt í sem flestu og vera með marga bolta á lofti. Því ef einhver vinnur vel, þá ert það þú elsku hjarta og sérstaklega ef þú ert á tánum. Í kringum 23. til 25. mars klappar þú lófunum saman. Það eru svo góðar fréttir og falleg útkoma að þú getur andað léttar. Í upphafi marsmánaðar er mikil streitukveisa hjá ótrúlegasta fólki. Þú ræður hvort þú sogir þá orku inn í hjartastöðina og látir þér líða illa út af öðrum eða setjir bara höndina á hjarta þitt og segir: Hamingjan býr í mínu hjarta og ég verð sterkari og sterkari. Eitt af því sem kemur líka hér fram er að vegna afstöðu himintunglanna átt þú að taka þínar ákvarðanir sjálfur og sér. Og þó að þú leggir dæmið fyrir fjölskyldu og vini, þá er það alltaf hjá þér sjálfum að taka úrslitaákvörðun. Þegar líða tekur á og lengra er komið, þá birtir til yfir heimili, gæti verið annar staður sem þú verður á, en allt gerist mjög hratt. Þetta gæti samt dregist fram í maímánuð, en sú orka byrjar í kringum 24. mars. Vertu glaður yfir því smáa og smáatriðunum því að þá verða þér sendir stærri hlutir og stærri verkefni. Það verður blússandi nóg að gera fyrir duglega Hrúta og þú finnur alltaf peninga ef þú leitar bara aðeins meira og á öðrum stöðum. Knús og kossar, Sigga Kling Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl. Ekki stífna allur upp þó stressaður sért. Láttu ekki fólk fara í taugarnar á þér, því það er þinn versti galli að þú getur verið með stuttan þráð. Svo þú ættir að hafa það sem þitt mottó, að það er betra að þegja en að vera of fljótfær að segja. Þetta er sterk viðvörun og þú skalt hafa hana í huga út marsmánuð. Það er líka svo margt að snúast núna sem tengist þér. Þú þarft að taka þátt í sem flestu og vera með marga bolta á lofti. Því ef einhver vinnur vel, þá ert það þú elsku hjarta og sérstaklega ef þú ert á tánum. Í kringum 23. til 25. mars klappar þú lófunum saman. Það eru svo góðar fréttir og falleg útkoma að þú getur andað léttar. Í upphafi marsmánaðar er mikil streitukveisa hjá ótrúlegasta fólki. Þú ræður hvort þú sogir þá orku inn í hjartastöðina og látir þér líða illa út af öðrum eða setjir bara höndina á hjarta þitt og segir: Hamingjan býr í mínu hjarta og ég verð sterkari og sterkari. Eitt af því sem kemur líka hér fram er að vegna afstöðu himintunglanna átt þú að taka þínar ákvarðanir sjálfur og sér. Og þó að þú leggir dæmið fyrir fjölskyldu og vini, þá er það alltaf hjá þér sjálfum að taka úrslitaákvörðun. Þegar líða tekur á og lengra er komið, þá birtir til yfir heimili, gæti verið annar staður sem þú verður á, en allt gerist mjög hratt. Þetta gæti samt dregist fram í maímánuð, en sú orka byrjar í kringum 24. mars. Vertu glaður yfir því smáa og smáatriðunum því að þá verða þér sendir stærri hlutir og stærri verkefni. Það verður blússandi nóg að gera fyrir duglega Hrúta og þú finnur alltaf peninga ef þú leitar bara aðeins meira og á öðrum stöðum. Knús og kossar, Sigga Kling
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira