Ungmennafélagið Fjölnir stóð fyrir þorrablótinu en Regína Ósk var veislustjóri og Nýju Fötin Keisarans sáu um að spila fyrir gesti framan af. Það var síðan Svenni Þór sem stýrði brekkusöng. Í boði var alvöru þorramatur frá Múlakaffi, hákarl, brennivín og með því.
Aðrir sem stigu á stokk voru Ragga Gísla, Stebbi Hilmars, Friðrik Ómar, Margrét Eir og Kristmundur Axel. Þá voru tveir leynigestir, engir aðrir en Bjartmar Guðlaugsson og Blaz Roca.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af gestum blótsins.





















