Lífið

Kefl­víkingar gátu loksins blótað þorrann eftir tveggja ára hlé

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Átta hundruð Keflvíkingar voru samankomnir í Blue höllinni um helgina.
Átta hundruð Keflvíkingar voru samankomnir í Blue höllinni um helgina. Hermann Sigurðsson

Þorrablót Keflavíkur var haldið með pompi og prakt um helgina. Átta hundruð manns komu saman í Blue höllinni, íþróttahúsi Keflavíkur og fögnuðu þorranum.

Stemningin var gríðarleg enda ekki verið haldið þorrablót í Keflavík í tvö ár sökum heimsfaraldurs.

Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum. Sigga Beinteins, Stefanía Svavars, Jónsi, Magni Ásgeirsson sáu um að halda uppi stuðinu langt fram á kvöld.

Ljósmyndarinn Hermann Sigurðsson festi stemninguna á filmu. Myndirnar má skoða í myndaalbúminu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vesturbæingar fögnuðu þorranum saman öll sem eitt

Þorrablót Vesturbæjar fór fram um helgina í KR-heimilinu. KR konur sem halda viðburðinn eru 50 ára á árinu. Þær konur sem stofnuðu viðburðinn og áttu heimangengt voru heiðursgestir á viðburðinum um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×