Lífið

Kleini fer í með­ferð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kristján Einar Sigurbjörnsson losnaði úr fangelsi á Spáni í lok nóvember og segir fangelsisdvölina hafa tekið mikið á.
Kristján Einar Sigurbjörnsson losnaði úr fangelsi á Spáni í lok nóvember og segir fangelsisdvölina hafa tekið mikið á. Vísir/Einar

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn.

Kleini losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann sagði gróft ofbeldi á borð við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu.

Kleini ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok nóvember. 

Kleini greinir frá því á Instagram að endurkoman hafi tekið á. Hann hafi því innritað sig á Meðferðarheimilið í Krýsuvík og fer þangað inn næsta miðvikudag.

„Lífið hefur verið upp og niður eftir að ég kom út úr [fangelsi], og í sannleika var það orðið of mikið fyrir mig og ég hef tekið þá ákvörðun að fara í langtíma meðferð á Krýsuvik í eins marga mánuði og mér finnst ég þurfa til þess að rétta út kútnum, þetta er stórt skref fyrir mig og ég vona að Jesú sé að fylgja mér í rétta átt.“


Tengdar fréttir

Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars

Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×