Segist sár eftir að hafa horft á Tár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 11:49 Marin Alsop að störfum. Alexi Rosenfeld/Getty Images) Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út. Kvikmyndin Tár hefur vakið mikla athygli og líklegt þykir að hún verði fyrirferðarmikil á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir myndina og hefur hlotið mikið lof fyrir. Í stuttu máli leikur Blanchet samkynhneigðan hljómsveitarstjóra sem sökuð er um að beita ungar tónlistarkonur kynferðislegu ofbeldi. Hin mögulega fyrirmynd aldrei verið sökuð um ofbeldi Bent hefur verið á, meðal annars í gagnrýni New York Times, að hin ímyndaða persóna Blanchet, og Alsop, sem var um tíma eini kvenkyns hljómsveitarstjórinn til að leiða stóra sinfónuhljómsveit, deili ýmsum líkindum. Cate Blanchett þykir líkleg til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik hennar í Tár.Hanna Lassen/Getty Images Báðar eru samkynhneigðar, báðar eru giftar hljóðfæraleikara í sinfóníuhljómsveit og báðar einu kvenkyns hljómsveitarstjórarnir sem hafa verið í þeirri stöðu að leiða stóra sinfóníuhljómsveit, önnur í raunveruleikanum, hin í kvikmyndinni. Sá reginmunur er þó á þeim að Alsop hefur aldrei verið sökuð um ofbeldi í garð neins, líkt og gerist með persónu Blanchet í myndinni. Alsop segir að þessi þáttur myndarinnar sé særandi. „Ég las fyrst um myndina seint í ágúst og ég var í áfalli yfir því að ég væri fyrst að heyra um hana þá,“sagði Alsop í nýlegu viðtali við Sunday Times í Bretlandi. Myndin kom út í september á síðasta ári. „Svo margir yfirborðskenndir þættir Tár virtust passa við mitt eigið líf. En þegar ég sá myndina hafði ég ekki lengur áhyggjur. Ég var sár. Ég var sár sem kona, ég var sár sem hljómsveitarstjóri, ég var sár sem lesbía,“ sagði Alsop. Gagnrýnir hún það að þegar loksins sé gerð mynd um kvenkyns hljómsveitarstjóra sé hún gerð að ofbeldismanni. „Það hryggði mig mjög,“ sagði Alsop. Athygli vekur að persóna Blanchet nefnir Alsop á nafn í myndinni, strax í upphafi þegar persóna hennar er í viðtali við blaðamann. Hollywood Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. 6. janúar 2023 16:51 Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21. desember 2022 20:32 Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. 13. desember 2022 10:27 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Kvikmyndin Tár hefur vakið mikla athygli og líklegt þykir að hún verði fyrirferðarmikil á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir myndina og hefur hlotið mikið lof fyrir. Í stuttu máli leikur Blanchet samkynhneigðan hljómsveitarstjóra sem sökuð er um að beita ungar tónlistarkonur kynferðislegu ofbeldi. Hin mögulega fyrirmynd aldrei verið sökuð um ofbeldi Bent hefur verið á, meðal annars í gagnrýni New York Times, að hin ímyndaða persóna Blanchet, og Alsop, sem var um tíma eini kvenkyns hljómsveitarstjórinn til að leiða stóra sinfónuhljómsveit, deili ýmsum líkindum. Cate Blanchett þykir líkleg til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik hennar í Tár.Hanna Lassen/Getty Images Báðar eru samkynhneigðar, báðar eru giftar hljóðfæraleikara í sinfóníuhljómsveit og báðar einu kvenkyns hljómsveitarstjórarnir sem hafa verið í þeirri stöðu að leiða stóra sinfóníuhljómsveit, önnur í raunveruleikanum, hin í kvikmyndinni. Sá reginmunur er þó á þeim að Alsop hefur aldrei verið sökuð um ofbeldi í garð neins, líkt og gerist með persónu Blanchet í myndinni. Alsop segir að þessi þáttur myndarinnar sé særandi. „Ég las fyrst um myndina seint í ágúst og ég var í áfalli yfir því að ég væri fyrst að heyra um hana þá,“sagði Alsop í nýlegu viðtali við Sunday Times í Bretlandi. Myndin kom út í september á síðasta ári. „Svo margir yfirborðskenndir þættir Tár virtust passa við mitt eigið líf. En þegar ég sá myndina hafði ég ekki lengur áhyggjur. Ég var sár. Ég var sár sem kona, ég var sár sem hljómsveitarstjóri, ég var sár sem lesbía,“ sagði Alsop. Gagnrýnir hún það að þegar loksins sé gerð mynd um kvenkyns hljómsveitarstjóra sé hún gerð að ofbeldismanni. „Það hryggði mig mjög,“ sagði Alsop. Athygli vekur að persóna Blanchet nefnir Alsop á nafn í myndinni, strax í upphafi þegar persóna hennar er í viðtali við blaðamann.
Hollywood Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. 6. janúar 2023 16:51 Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21. desember 2022 20:32 Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. 13. desember 2022 10:27 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. 6. janúar 2023 16:51
Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21. desember 2022 20:32
Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. 13. desember 2022 10:27