Björk treður upp á Coachella 2023 Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 21:06 Björk á tónlistarhátíðinni Primavera sound í Chile í nóvember á síðasta ári. getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. Tilkynnt var um tónlistarmennina sem munu troða upp á hátíðinni vinsælu í kvöld. Ásamt Björk munu Bad Bunny, Blackpink, Frank Ocean, Gorillaz og Rosalía koma fram. View this post on Instagram A post shared by Coachella (@coachella) Björk kemur fram sama kvöld og söngvarinn Frank Ocean, sunnudaginn 16. apríl og sunnudaginn 23. apríl en hátíðin, með sömu tónlistarmönnum, verður haldin tvær helgar í apríl; 14.-16. apríl og 21.-23. apríl. Björk er önnur í röðinni á eftir Frank Ocean á plakati fyrir hátíðina og virðist því mikið gert úr hennar komu á hátíðina. Tónlistarhátíðin Coachella fer fram í eyðimörkinni í Indio í Kaliforníu og skartar alla jafnan stærstu tónlistarmönnum heims. Á hátíðinni árið 2022 komu fram tónlistarmenn á borð við The Weeknd, Billie Eilish, Doja Cat og Arcade Fire, svo fáeinir séu nefndir. The Weeknd og raftónlistarsveitin Sweedish House Mafia hlupu að vísu í skarð Kanye West sem átti að koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa krafið West um sjö milljónir bandaríkjadala, rúman milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna vinnu sem fór í að undirbúa komu hans í fyrra. Björk Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tilkynnt var um tónlistarmennina sem munu troða upp á hátíðinni vinsælu í kvöld. Ásamt Björk munu Bad Bunny, Blackpink, Frank Ocean, Gorillaz og Rosalía koma fram. View this post on Instagram A post shared by Coachella (@coachella) Björk kemur fram sama kvöld og söngvarinn Frank Ocean, sunnudaginn 16. apríl og sunnudaginn 23. apríl en hátíðin, með sömu tónlistarmönnum, verður haldin tvær helgar í apríl; 14.-16. apríl og 21.-23. apríl. Björk er önnur í röðinni á eftir Frank Ocean á plakati fyrir hátíðina og virðist því mikið gert úr hennar komu á hátíðina. Tónlistarhátíðin Coachella fer fram í eyðimörkinni í Indio í Kaliforníu og skartar alla jafnan stærstu tónlistarmönnum heims. Á hátíðinni árið 2022 komu fram tónlistarmenn á borð við The Weeknd, Billie Eilish, Doja Cat og Arcade Fire, svo fáeinir séu nefndir. The Weeknd og raftónlistarsveitin Sweedish House Mafia hlupu að vísu í skarð Kanye West sem átti að koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa krafið West um sjö milljónir bandaríkjadala, rúman milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna vinnu sem fór í að undirbúa komu hans í fyrra.
Björk Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira