Nýársspá Siggu Kling - Vogin Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Vogin mín, það er allt að fara á fulla ferð á þessu herrans ári 2023. Það er eins og þú sért í sérstökum tengslum við hið Almáttuga, máttinn í öllu. Þú þarft þar af leiðandi að fara varlega í því hvers þú óskar þér og hvað þú þráir. Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“