Innlent

Al­var­legt bíl­slys í Hveradalabrekku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð til móts við Skíðaskálann í Hveradölum.
Slysið varð til móts við Skíðaskálann í Hveradölum. vísir/Vilhelm

Harkalegur árekstur varð á Suðurlandsvegi til móts við Skíðaskálann í Hveradölum á öðrum tímanum í dag þegar lítil jeppabifreið hafnaði aftan á snjóruðningstæki.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands tilbúið á vettvangi að sinna ökumanni bifreiðarinnar.

Slökkviliðsmenn þurftu að beita klippum til að ná viðkomandi út úr bílnum. Verið var að sinna þeim slasaða á vettvangi um klukkan hálf tvö. Hann verður svo fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×