Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 12:04 Halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) á mynd áhugastjörnuljósmyndarans Dans Bartlett sem var tekin 19. desember. Dan Bartlett Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni. Geimurinn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni.
Geimurinn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira