Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 12:04 Halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) á mynd áhugastjörnuljósmyndarans Dans Bartlett sem var tekin 19. desember. Dan Bartlett Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni. Geimurinn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni.
Geimurinn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira