Lífið

Mari Jaersk komin á fast með Nirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mari Jaerk og Njörður kynntust á Tenerife í desember og síðan eru þau orðin ástfangin.
Mari Jaerk og Njörður kynntust á Tenerife í desember og síðan eru þau orðin ástfangin. @mari_jaersk

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur fundið ástina í badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Mari birti mynd af parinu á Instagram í TBR-húsinu við Gnoðarvog í dag. Þar eru þau í faðmlögum og með badmintonspaða í hönd.

Sá heppni heitir Njörður Lúðvíksson og er verkefnastjóri hjá Össuri. Hann var á árum áður landsliðsmaður í badminton. Sem sagt afreksíþróttamaður eins og Mari.

Mari Jaersk vakti mikla athygli í maí þegar hún hljóp 288,1 kílómetra í bakgarðshlaupi í Öskjuhlíðinni. Mari er 34 ára, fædd og uppalin á lítilli eyju í Eistlandi, en flutti til Íslands fyrir sextán árum og á sér einstaka sögu.

„Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ sagði Mari í Íslandi í dag í fyrra.

Að neðan má sjá myndirnar sem Mari birti á Instagram. Hamingjuóskum rignir yfir parið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×