Sport

Osaka tekjuhæst í heimi þriðja árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tekjur Naomis Osaka á árinu námu 51,1 milljón Bandaríkjadala.
Tekjur Naomis Osaka á árinu námu 51,1 milljón Bandaríkjadala. getty/Jun Sato

Tennisstjarnan Naomi Osaka trónir á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims 2022.

Tólf tenniskonur eru á meðal 25 efstu og sjö af tíu efstu. Osaka er á toppi listans þriðja árið í röð. Á þessu ári námu tekjur hennar 51,1 milljónir Bandaríkjadala.

Serena Williams er í 2. sæti með tekjur upp á 41,3 milljónir Bandaríkjadala. Hinar tenniskonurnar á meðal tíu efstu eru Emma Raducanu, Iga Swiatek, Venus Williams, Coco Gauff og Jessica Pegula.

Skíðafimikonan Eileen Gu er í 3. sæti listans en tekjur hennar á árinu námu rúmlega tuttugu milljónum Bandaríkjadala. Það munar því helmingi á tekjum hennar og Serenu sem er í 2. sæti listans.

Fimleikakonan Simone Biles er svo í 8. sætinu og kylfingurinn Minjee Lee í því tíunda.

Tekjuhæstu íþróttakonur heims 2022 samkvæmt Forbes

  1. Naomi Osaka, tennis - 51,1 milljón (Bandaríkjadalir)
  2. Serena Williams, tennis - 41,3 milljónir
  3. Eileen Gu, skíðafimi - 20,1 milljón
  4. Emma Raducanu, tennis - 18,7 milljón
  5. Iga Świątek, tennis - 14,9 milljónir
  6. Venus Williams, tennis - 12,1 milljónir
  7. Coco Gauff, tennis - 11,1 milljón
  8. Simone Biles, fimleikar - 10 milljónir
  9. Jessica Pegula, tennis - 7,6 milljónir
  10. Minjee Lee, golf - 7,3 milljónir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×